top of page

UM OKKUR

Við á bakvið Tyrklandsferðir

Við sérhæfum okkur í ferðum til Tyrklands

Cappadocia Baloons

Við erum með starfsstöðvar bæði á Íslandi og í Tyrklandi, með margra ára reynslu og góða staðbundna þekkingu á umhverfi of staðháttum.

Hjá okkur eru íslenskumælandi starfsmenn staðsettir í báðum löndum, sem tryggja persónulega og áreiðanlega þjónustu fyrir ferðalanga – fyrir, á meðan og eftir ferð þeirra til Tyrklands. Markmið okkar er að veita örugga, skemmtilega og ógleymanlega upplifun með áherslu á gæði, staðbundin tengsl og hlýlegt viðmót.

Við bjóðum fjölbreytt úrval af hópferðum, þar sem séð er fyrir öllu: flugi, gistingu, ferðum og leiðsögn. Við aðstoðum einnig við að hanna sérsniðna pakka sem henta hverjum og einum, hvort sem þú ferðast einn, með fjölskyldu eða í vinahópi. Við leggjum við áherslu á að bjóða upp á sveigjanlegar lausnir sem gera draumaferðina að veruleika. Markmið okkar er að bjóða uppá ferð með persónulegri þjónustu, ástríðu fyrir Tyrklandi og sannri gestrisni.

Við hjá Tyrklandsferðir

Nafn

Guðmundur Hjartarson

Staða

Stofnandi og Leiðsögumaður

...

Nafn

Fannar Jónsson

Staða

Stofnandi og Leiðsögumaður

...

Nafn

Sígríður Guðmundsdóttir

Staða

Leiðsögumaður

...

Four Cats on the Sidewalk
Allt um Tyrkland má finna villiketti og hunda sem hafa orðið hluti af daglegu lífi borgarbúa og bæja. Þeir sitja makindalega á kaffihúsum, kúra í skugganum á heitum dögum eða leika sér á götum eins og þeir eigi heiminn. Fólkið elskar og annast þau með hlýju – vatnsskålar og matardallar eru víða að finna, og sum dýr eru jafnvel með sitt eigið húsaskjól og nafn. Þessi mjúku og tryggu dýr bæta við sjarma landsins og minna gesti á að ástúð og samkennd þekkja engin mörk.

AÐ BREYTA ÓGLEYMANLEGUM STUNDUM Í ÞITT FULLKOMNA ÆVINTÝRI

bottom of page